Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. mars. 2014 10:01

Vill sýna ferðamönnum Ísland á risavöxnu líkani

Ketill M Björnsson flugvirki á Akranesi er með róttæka hugmynd sem hann er að byrja að kynna. „Við þurfum nauðsynlega segul á Akranes sem getur dregið til okkar fólk og snúið við þróun síðustu áratuga og fjölga á ný ferðamönnum á Akranes. Hugmynd mín gengur út á að ná miklum fjölda gesta til Akraness á hverju ári um ókomin ár,“ segir Ketill. Hugmynd hans byggir á gerð risavaxins þrívíddar líkans af Íslandi sem ná myndi yfir einn hektara lands, þar sem hægt yrði að ganga á sjónum meðfram ströndum landsins, inn í flóa og firði og uppá landið eftir þar til gerðum göngustígum. Ketill vill nýta hluta sandþróarinnar á Sementsverksmiðjureitnum fyrir þrívíddar líkanið og þar verði líka kaffihús og veitingasala fyrir gestina. Kostnaðurinn við framkvæmdina gæti numið 1200-1600 milljónum króna en þrátt fyrir háa tölu segir Ketill að fyrstu viðbrögð þeirra sem heyrt hafi um málið lofi góðu.

 

Lesa má um stórhuga tillögu Ketils í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is