Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. mars. 2014 05:33

Aldarafmælis Árna Helgasonar minnst næsta sunnudag

Fjölskylda Árna Helgasonar, fv. símstöðvarstjóra og heiðursborgara Stykkishólms, býður vinum og samferðarfólki hans til kaffisamsætis og dagskrár í félagsheimili Stykkishólms nk. sunnudag 16. mars frá kl. 14:30 - 16:30. Tilefnið er að Árni hefði orðið 100 ára föstudaginn 14. mars, en hann lést 27. febrúar 2008. Meðal dagskráratriða afmælishátíðarinnar má nefna minningabrot sem Róbert Jörgensen og Sesselja Pálsdóttir flytja, frændur Árna, þeir nafnar Ellert Borgar Þorvaldsson og Ellert Kristinsson, syngja kvæði og gamanvísur eftir Árna, nemendur Lúðrasveitar Stykkishólms leika á hljóðfæri, sýnt verður efni úr safni Sjónvarpsins og þær frænkur Ingibjörg Hrönn Jónsdóttir og Ingibjörg Jóna Halldórsdóttir barnabörn Árna flytja tónlistaratriði.

 

 

 

Árni Helgason ólst upp á Eskifirðiog starfaði sem sýsluskrifari og varð ungur virkur í félagsmálum. Árið 1942 flyst hann til Stykkishólms til tímabundinna starfa við embætti sýslumanns. Sú dvöl reyndist lengri en ætlað var og settist Árni að í Hólminum og bjó þar til dauðadags. Hann kvæntist árið 1948 Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur kennara frá Bakka í Víðidal og saman eignuðust þau fjögur börn sem komust upp. Árni Helgason starfaði sem sýslufulltrúi í Hólminum og síðar sem stöðvarstjóri Pósts og Síma í Stykkishólmi til 70 ára aldurs. Árni var landsþekktur bindindismaður og skemmtikraftur sem söng eigin gamanvísur á ótal skemmtunum. Árni Helgason var fréttaritari Morgunblaðsins í Stykkishólmi og skrifaði fjölmargar greinar í Moggann um bindindismál og landsmálin. Hann var áberandi og virkur í félags- og atvinnumálum í Stykkishólmi og á Snæfellsnesi. Hann kom að stofnun Lúðrasveitar og Tónlistarskóla Stykkishólms, var einn af stofnendum Lionsklúbbsins og leiðandi í starfi barnastúkunnar Bjarkar nr. 94. Hólmarar heiðruðu Árna með ýmsum hætti fyrir vel unnin störf í þágu bæjarins og árið 1997 var hann gerður að heiðursborgara Stykkishólms.

„Það myndi gleðja fjölskyldu Árna ef vinir og samferðafólk hefðu tækifæri á að mæta í kaffisamsætið næsta sunnudag og njóta veitinga og þeirrar dagskrár sem þar verður í boði,“ segir í tilkynningu frá fjölskyldunni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is