Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. mars. 2014 03:01

„Einhvers staðar verður að byrja“

„Í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna, þann 8. mars síðastliðinn, fannst mér ekki annað hægt en að vekja athygli á misrétti kvenna og karla í körfuboltaheiminum á Íslandi í dag. Til eru endalaus dæmi. Ég ætla einungis að nefna örfá en ég veit varla hvar ég á að byrja.“ Svo ritar körfuknattleikskonan og Hólmarinn Berglind Gunnarsdóttir leikmaður Úrvalsdeildarliðs Snæfells í körfubolta í pennagrein sinni í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út í dag. Í greininni fjallar Berglind um það misrétti sem hún segir viðgangast í körfuboltaheiminum á Íslandi. Þar gagnrýnir hún m.a. mismunun í umgjörð leikja hjá mörgum félögum í deildum landsins, mismunun KKÍ í landsliðsmálum og mismunun landsfjölmiðla í umfjöllun sinni um íslenskan körfubolta.

Berglind Gunnarsdóttir.
„Fyrir utan misrétti í dómaramálum kvenna og karla í körfubolta sem er mjög greinilegt misrétti í landsliðsmálum og í umfjöllun um kvennakörfubolta í sjónvarpi er umgjörð kvennaleikja það sem mér finnst allra sorglegast. Oftar en ekki líður mér eins og ég sé komin á minniboltamót en ekki að spila leik í efstu deild kvenna. Ég veit að taka átti m.a. á þessum þáttum eftir síðasta leiktímabil, þ.e. að hafa umgjörðina eins á kvennaleikjum og karlaleikjum liða. Því miður sé ég enga breytingu þar á,“ segir Berglind í grein sinni.

 

„Það er einungis á heimaleikjum í Stykkishólmi sem mér finnst eitthvað vera í gangi. Snæfellingar eru að gera virkilega góða hluti að mínu mati í jafnréttismálum í körfunni enda er árið 2014 komið í Hólminn,“ bætir hún við og hvetur alla til að grípa til aðgerða í sínum heimafélögum til að auka jafnrétti. „Ég skora á þig að líta á þitt eigið íþróttafélag með gagnrýnum augum. Ég skora á þig að sýna í verki að þú viljir það sama fyrir dóttur þína og son þinn í íslenskum körfubolta. Hafðu áhrif og breyttu einhverju í kringum þig. Ég veit innst inni að 2014 er ekki bara komið í Stykkishólm.“

 

Grein Berglindar má lesa í heild sinni hér.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is