Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. mars. 2014 11:01

Ánægja var með málþing um nýsköpun í sveitum

Um 50 manns sóttu málþing sem kvikmyndafyrirtækið Búdrýgindi í Árdal í Andakíl stóð fyrir á Hvanneyri á laugardaginn. Yfirskrift málþingsins var „Nýsköpun og framtíðarsýn í sveitum“ og stigu sjö framsögumenn á stokk til að flytja fjölbreytt erindi. Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst kynnti nýja námsbraut í matvælarekstrarfræði við skólann. Dominique Plèdel Jónsson hjá Slow Food Reykjavík flutti erindi, sem og Brynhildur Pálsdóttir hönnuður hjá Vík-Prjónsdóttir og verkefninu Stefnumóti hönnuða og bænda. Gunnþórunn Einarsdóttir hjá Matís fjallaði um verkefni fyrirtækisins og Arnheiður Hjörleifsdóttir hjá Ferðaþjónustunni Bjarteyjarsandi sagði frá starfseminni þar.  Davíð Freyr Jónsson hjá Arctic Seafood og matarsmiðju í Borgarnesi kynnti hina nýju starfsemi í Borgarnesi og Guðrún Bjarnadóttir, meistaranemi við LbhÍ og eigandi Hespu í Andakíl hélt erindi. Það var Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar sem stýrði málþinginu.

 

 

Að sögn Bryndísar Geirsdóttur hjá Búdrýgindum var mikil ánægja með málþingið og voru skipuleggjendur sérstaklega ánægðir með mætinguna. „Okkar markmið var að leiða saman einstaklinga sem eru að vinna að nýsköpun í sveitum landsins og eiga við þá samtal. Ýmissa grasa kenndi í erindunum og var fróðlegt að heyra framsögumenn miðla af reynslu sinni og þekkingu. Ljóst er að fjölmörg tækifæri bjóðast í sveitum landsins og eru margir sem eru að grípa þau,“ segir Bryndís. Hún segir að Búdrýgindafólk hafi kynnst vel þessari vakningu við gerð þátttanna Hið blómlega bú sem sýndir voru á Stöð 2. „Það er mikið af framúrskarandi bændum og fyrirtækjum hér í grenndinni sem eru að gera góða hluti. Arnheiður á Bjarteyjarsandi og Guðrún í Hespu eru góð dæmi um þetta. Að auki eru margar mjög spennandi nýjungar í gangi sem hlúa þarf að. Þess utan er stoðkerfi nýsköpunar í landbúnaði stöðugt að batna, ekki síst hér á svæðinu með tilkomu nýrrar matarsmiðju í Borgarnes og námsbrautar í matvælarekstrarfræði á Bifröst.“

 

Bryndís vildi að lokum koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem lögðu Búdrýgindum lið við skipulagningu málþingsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is