Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. mars. 2014 06:01

Góð þátttaka í málstofum lokaverkefna í MB

Í þessari viku fara fram málstofur nemenda í áfanganum „Lok 104“ í Menntaskóla Borgarfjarðar. Áfanginn er fyrir nemendur sem eru að nálgast námslok í skólanum. Þar vinna nemendur að sérstökum lokaverkefnum þar sem ríkar kröfur eru gerðar um sjálfstæð og vönduð vinnubrögð. Lokaverkefnin veita nemendum tækifæri til að dýpka skilning sinn á afmörkuðu sviði og gegna mikilvægu hlutverki við að þjálfa þá í að beita viðurkenndum aðferðum við meðferð heimilda, rannsókn eða lausn viðfangsefna og undirbúa þá enn frekar undir háskólanám. Viðfangsefni nemenda eru fjölbreytt og jafn ólík og þau eru mörg. Meðal þess sem þeir fjalla um að þessu sinni má nefna sögu ljósmyndunar á Íslandi, einkenni og orsakir átröskunarsjúkdóma, áhrif ævintýra á börn, hlýnun jarðar, Frans Kafka, erfðabreytt matvæli, hreyfingu aldraðra, áhrif fæðu á ýmsa sjúkdóma, táknmál heyrnarlausra, bandaríska risafyrirtækið Apple o.fl.

 

 

Liður í áfanganum er að halda málstofur þar sem nemendur kynna verkefni sín. Fyrri málstofan fór fram á þriðjudagsmorgun í stofu 101 fyrir fullum sal. Að sögn Önnu Guðmundsdóttur kennara, sem hefur umsjón með áfanganum, þá heppnaðist málstofan mjög vel. Nemendur mættu vel undirbúnir til leiks og vönduðu sig í flutningi erinda. Gestir málstofunnar voru ekki síðri og sýndu þeir erindunum áhuga og spurðu góðra spurninga að þeim loknum. Síðari málstofan fer síðan fram í dag, einnig í stofu 101 og hefst hún kl. 10. Anna segir að öllum sé frjálst að koma í málstofuna og fylgjast með kynningum á verkefnum og taka þátt í umræðum um þau.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is