Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. mars. 2014 09:01

Skoðað með niðurrif á kútternum

Stjórn Byggðasafnsins í Görðum á Akranesi samþykkti á fundi nýlega að 3,9 milljónum króna verði ráðstafað til að koma í veg fyrir frekari skemmdir á kútter Sigurfara með því að koma heillegum hlutum hans í forvörslu og geymslu, uns unnt verður að fjármagna endurbyggingu hans. Í því sambandi var Jóni Allanssyni forstöðumanni Byggðasafnsins í Görðum falið að útvega kostnaðar- og verkáætlun. Jón hefur nú óskað eftir því við Hjalta Hafþórsson bátasmið á Reykhólum að vinna áætlun um það, enda kunni hann til verksins. Hjalti hefur tekið sér tíma fram í þessa viku að meta hvort hann fari í þessa vinnu, en hann skilaði í maí 2009 kostnaðaráætlun um viðgerð á kútternum.

 

 

Í bloggfærslu á heimasíðu Hjalta sem hann kalla „Bátasmíðavefur - arfur aldanna,“ segir hann að ef til þess komi að Sigurfara verði pakkað í geymslu, sé um að ræða gríðarlega vandasamt og krefjandi verkefni, sem ekki sé unnið á nokkrum dögum. Vonandi verði þróunin sú að ekki komi til þess að kútterinn verði hlutaður sundur og heillegum hlutum komið í geymslu, frekar verði ráðist í viðgerð á kútternum. Hjalti sagði í samtali við Skessuhorn að við niðurrif á kútternum þyrfti ekki aðeins að teikna skipið upp og mæla, heldur yrði að mæla hverja spýtu og merkja henni stað. Þetta væri því gríðarleg vinna.

 

Umrædd peningaupphæð sem varið er til verkefnisins, 3,9 milljónir króna, er hluti fimm milljóna króna styrks sem kom í það frá forsætisráðuneytinu. Stjórn Byggðasafnsins í Görðum ákvað að 1,1 milljónum króna yrði varið til að leita styrkja til varðveislu og endurbyggingu á kútternum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is