Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. mars. 2014 04:11

Vanræksla að láta undir höfuð leggjast að snyrta hófa

Almenningur hefur þá skyldu að lát vita ef grunur leikur á um vanrækslu búfjár. Fyrr í vikunni voru tvö hross á þrítugsaldri á Mýrunum felld í kjölfar þess að Matvælastofnun var gert viðvart um óeðlilegan hófvöxt og þar af leiðandi vanrækslu hrossanna. Dýraeftirlitsmaður mætti á svæðið. Hrossin reyndust í þokkalegu holdafari en hófar þeirra mjög illa farnir. Í samráði við eiganda voru hrossin því aflífuð. Þegar þannig háttar til að hófar vaxa of mikið fram er ekki hægt að bjarga hrossunum. Sé reynt að rétta hófstöðu eftir það eru miklar líkur á að hrossin fái hófsperru. Það er afar sársaukafullt ástand og oft erfitt að meðhöndla að sögn dýralækna. Er þá í raun ekkert hægt að gera annað en að fella hrossin. Þetta tilfelli á Mýrunum mun ekki vera það fyrstu á Vesturlandi á þessu ári, þar sem aflífa hefur þurft hross af sömu ástæðum.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is