14. mars. 2014 04:11
Almenningur hefur þá skyldu að lát vita ef grunur leikur á um vanrækslu búfjár. Fyrr í vikunni voru tvö hross á þrítugsaldri á Mýrunum felld í kjölfar þess að Matvælastofnun var gert viðvart um óeðlilegan hófvöxt og þar af leiðandi vanrækslu hrossanna. Dýraeftirlitsmaður mætti á svæðið. Hrossin reyndust í þokkalegu holdafari en hófar þeirra mjög illa farnir. Í samráði við eiganda voru hrossin því aflífuð. Þegar þannig háttar til að hófar vaxa of mikið fram er ekki hægt að bjarga hrossunum. Sé reynt að rétta hófstöðu eftir það eru miklar líkur á að hrossin fái hófsperru. Það er afar sársaukafullt ástand og oft erfitt að meðhöndla að sögn dýralækna. Er þá í raun ekkert hægt að gera annað en að fella hrossin. Þetta tilfelli á Mýrunum mun ekki vera það fyrstu á Vesturlandi á þessu ári, þar sem aflífa hefur þurft hross af sömu ástæðum.