Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. mars. 2014 05:36

Starfsmenn Elkem Ísland samþykktu verkfallsboðun

Í dag luku trúnaðarmenn starfsmanna Elkem Ísland talningu atkvæða í kosningu um boðun verkfalls hjá fyrirtækinu á Grundartanga. Þeir sem tóku þátt í kosningunni eru félagsmenn allra félaga sem eiga aðild að kjarasamningnum hjá Elkem en þau eru Verkalýðsfélag Akraness, VR, FIT, RSÍ og Stéttarfélag Vesturlands. Mjög góð kjörsókn var en 85,6% starfsmanna þessara félaga greiddu atkvæði og var verkfallsboðunin samþykkt með 84,4% þeirra sem greiddu atkvæði.

 

 

Niðurstaða starfsmanna Elkem Ísland var að ekkert annað væri í stöðunni en að boða til verkfalls frá þriðjudeginum 25. mars næstkomandi. Kröfugerð starfsmanna lýtur að því að hafna samræmdri launastefnu ASÍ og SA, enda liggi fyrir að um sé að ræða sterkt og öflugt útflutningsfyrirtæki. Því sé það mat starfsmanna að það komi ekki til greina að semja á grundvelli samræmdrar launastefnu sem um var samið í kjarasamningunum á hinum almenna vinnumarkaði. „Hins vegar er rétt að geta þess að launakröfur starfsmanna Elkem Ísland eru hófstilltar, eðlilegar og sanngjarnar en störf í stóriðjum eru krefjandi, hættuleg og erfið. Því er krafa starfsmanna sú að tekið verði tillit til þessara þátta,“ segir m.a. í tilkynningu á heimasíðu Verkalýðsfélags Akraness.

 

Kjarasamningur við Elkem Ísland hefur verið laus frá 1. desember 2013. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segist fagna þessari niðurstöðu innilega, en hann er jafnframt formaður samninganefndar vegna kjarasamnings Elkem Ísland. Niðurstaðan sýni að algjör samstaða og einhugur ríki á meðal starfsmanna Elkem Ísland um að berjast fyrir bættum og sanngjörnum kröfum til handa þeim sem starfa hjá fyrirtækinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is