Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. mars. 2014 09:01

Fræðsluerindi um haförninn flutt í Grundarfirði

Annað kvöld, þriðjudagskvöldið 18. mars kl. 20, mun Kristinn Haukur Skarphéðinsson, fuglafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, halda fræðsluerindi um haförninn. Erindið, sem haldið er á vegum Náttúrustofu Vesturlands og Náttúrufræðistofnunar Íslands, verður í menningarmiðstöðinni, Grundargötu 35 í Grundarfirði.  Ernir voru útbreiddir varpfuglar hér á landi fram á seinni hluta 19. aldar en þá fækkaði þeim mikið vegna ofsókna og eiturútburðar. Meginbúsvæði þeirra eru fjörur og grunnsævi og hafa helstu heimkynni þeirra því ávallt verið við Breiðafjörð. Árið 1913 samþykkti Alþingi að friða erni og tóku þau lög gildi í ársbyrjun 1914. Örnum hélt þó áfram að fækka og um hálfrar aldar skeið var stofninn afar fáliðaður eða 20-25 pör. Þeim fór ekki að fjölga á ný fyrr en á sjöunda áratug síðustu aldar í kjölfar þess að bannað var að bera út eitur fyrir refi. Þeim hefur fjölgað jafnt og þétt síðan og telur stofninn nú um 70 pör. Í erindinu verður sagt frá þeim merku tímamótum þegar Íslendingar friðuðu örninn fyrstir þjóða, rakin verður saga stofnsins og rætt um stöðu hans í dag.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is