17. mars. 2014 10:37
Fyrirtækið Betra nám ehf hefur hannað nýtt og byltingarkennt vefnámskeið í stærðfræði fyrir nemendur í 5.-10. bekk grunnskóla og fyrsta ári í menntaskóla. Áherslan er almenn brot en þau gegna lykilhlutverki í framhaldsnámi barna. Námsefnið er sett fram á afar skýran og kerfisbundinn hátt svo auðvelt er að ná tökum á því. Allt námsefni er mjög sjónrænt og byggir á nýjustu tækni í kennsluaðferðum. Námskeiðið er spjaldtölvu- og snjallsímavænt og keyrir á yfir 300 myndskeiðum. Þannig getur nemandi nálgast efni námskeiðsins hvort sem í fartölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma. Öll kennslufyrirmæli eru myndræn og því er lesefni í algjöru lágmarki. Það er gert til að gera nemendum sem glíma við lesblindu og athyglisbrest námið auðveldara. Fjarnámskeiðið er óháð búsetu og er hugsað þannig að nemandinn geti unnið sjálfstætt og þurfi ekki aðra utanaðkomandi aðstoð, s.s. frá foreldrum. Stuðningur frá stærðfræðikennara fylgir með aðgangi að náminu. Námskeiðið hentar nemendum hvort sem þeir glíma við námserfiðleika í stærðfræði eða vilja einfaldlega þjálfa sig betur. Sjá allar nánari upplýsingar á heimasíðu Betra náms, www.betranam.is
-fréttatilkynning