Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. mars. 2014 11:21

Dregið hefur úr neyslu erlendra ferðamanna hér á landi

Anna Fríða Garðarsdóttir hélt í síðustu viku erindi á háskólafundi Ímark. Þar kynnti hún niðurstöður rannsóknar sem var lokaverkefni hennar til BS gráðu í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst. Rannsóknarefnið var að kanna neyslu erlendra ferðamanna á Íslandi árin 2000-2012 miðað við verðlag ársins 2012 og bera saman við tölur frá Kanada og Nýja Sjálandi. Rannsóknin leiddi í ljós að neysla á hvern erlendan ferðamann á Íslandi hefur minnkað um 16% frá árinu 2000 til ársins 2012 þegar hún er skoðuð í ISK og minnkað enn meira þegar hún er skoðuð í USD og EUR, eða um 20% í USD og 42% í EUR. Þróunin til lækkunar hófst löngu fyrir hrun fjármálakerfisins.

 

 

 

Neysla á hvern erlendan ferðamann í Kanada hefur hins vegar aukist um 61% þegar hún er skoðuð í CAD og enn frekar þegar hún er skoðuð í USD og EUR, eða um 129% í USD og um 67% í EUR. Neysla á hvern erlendan ferðamann á Nýja Sjálandi hefur minnkað um 23% þegar hún er skoðuð í NZD en aftur á móti aukist um 40% í USD og um 2% í EUR.  Að mati höfundar er mikil þörf á ítarlegri lífsstílsgreiningu erlenda ferðamanna líkt og gert hefur verið til að mynda í Kanada og Nýja Sjálandi og miða allt markaðsstarf að því að ná til þeirra hópa sem gefa mest af sér.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is