Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. mars. 2014 01:34

Snæfellskonur byrjuðu á sigri

Úrslitakeppnin á Íslandsmóti kvenna í körfubolta hófst í Stykkishólmi sl. laugardag þegar Snæfell tók á móti Val. Heimastúlkur sigruðu 95:84 í leiknum og voru mun sterkari lengstum. Sigurinn var Hólmurum hins vegar dýrkeyptur þar sem tveir sterkir leikmenn meiddust í leiknum. Litlar líkur eru taldar á að Hugrún Eva Valdimarsdóttir spili meira með og ristarmeiðsli Chynnu Brown gætu líka þýtt að hún spili ekki meira með Snæfelli á þessari leiktíð. Ekki má skipta um útlending þegar komið er í úrslitakeppina og því virðist róðurinn hafa þyngst hjá Snæfelli sem mætir Valskonum öðru sinni í kvöld, mánudagskvöld og þá á Hlíðarenda.

 

 

Valskonur byrjuðu betur í leiknum og komust í 9:4. Snæfellskonur voru komnar yfir við lok fyrsta leikhluta, 23:18 og bættu síðan í, þannig að staðan var 53:38 í hálfleik. Snæfell var áfram með góð tök á leiknum. Munurinn var orðinn 22 stig í lok þriðja leikhluta, 76:54. Valskonur pressuðu í byrjun lokafjórðungsins og tókst að laga stöðuna í 76:63. Eftir það var nokkuð jafnræði með liðunum, en stór munur á vörn Valsstúlkna frá því fyrr í leiknum. Ljóst er að þær verða ekki auðunnar á Hlíðarenda í kvöld þegar Snæfellskonur verða án Hugrúnar Evu og líklega einnig Brown. Hjá Snæfell var Chynna Brown með 22 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 19 stig og tók 12 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 15 stig og 8 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 15 stig og 7 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 14 stig, 12 stoðsendingar og 4 stolnir boltar, Alda Leif Jónsdóttir 6 stig og Eva Margrét Kristjánsdóttir 4 stig. Hjá Val var Anna Alys Martin með 20 stig, Hallveig Jónsdóttir 16 og Kristrún Sigurjónsdóttir 15.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is