Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. mars. 2014 02:02

Skallagrímsmenn áfram meðal þeirra bestu

Skallagrímsmenn náðu að tryggja sæti sitt í Dominos deild karla í körfubolta í liðinni viku þegar síðustu tvær umferðir deildarinnar fóru fram. Fyrri leikurinn var á fimmtudaginn í Borgarnesi þar sem heimamenn báru sigurorð af Haukum í spennuleik. Jafnt var að loknum venjulegum leiktíma 79:79 og því þurfti að grípa til framlengingar þar sem heimamenn höfðu betur 99:90. Benjamin Curtis Smith fór hamförum í leiknum fyrir Borgnesinga og skoraði hann hvorki meira né minna en 52 stig. Að auki tók hann 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Grétar Ingi Erlendsson kom næstur með 16 stig og þá skoraði Egill Egilsson 12. Einnig skoruðu Páll Axel Vilbergsson 9, Ármann Ö. Vilbergsson 5, Trausti Eiríksson 3 og Atli Aðalsteinsson 2.

 

 

Síðari leikurinn fór fram í Grindavík í gærkvöldi. Jafnfræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Heimamenn voru þó skrefinu á undan og voru yfir 20:16 að loknum fyrsta leikhluta og 47:39 í hálfleik. Grindvíkingar spýttu síðan í lófana í síðari hálfleik og juku við forskotið. Borgnesingar áttu fá svör við leik heimamanna og var staðan að lokum þriðja leikhluta 67:51. Stigamunurinn hélst í lokaleikhlutanum og báru Grindvíkingar sigurorð að lokum 86:70. Aftur var Benjamin Curtis Smith stigahæstur í liði Skallagríms, nú með 21 stig. Grétar Ingi Erlendsson kom síðan næstur með 14 stig. Einnig skorðuðu Egill Egilsson 9, Davíð Guðmundsson 8, Ármann Ö. Vilbergsson og Sigurður Þórarinsson 6 hvor og loks voru Trausti Eiríksson, Atli Aðalsteinsson og Davíð Ásgeirsson allir með 2.

 

Þar með er leiktímabilið á enda hjá Skallagrímsmönnum og höfnuðu þeir í 10. sæti deildarinnar með 12 stig. Tímabilið hefur verið þrautaganga hjá liðinu sem hefur mátt þola ýmislegt, innan vallar sem utan. Þrátt fyrir það náðu Skallagrímsmenn að þétta raðirnar á nýja árinu og tryggja veru sína í deildinni að ári. Það voru síðan Valur og KFÍ sem féllu úr úrvalsdeild niður í 1. deild.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is