Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. mars. 2014 10:36

Snæfellskonur í erfiðleikum í úrslitakeppninni

Snæfellskonur virðast komnar í bullandi vandræði í úrslitakeppninni í Dominosdeildinni eftir að tveir af máttarstólpum liðsins meiddust í fyrsta leik viðureignarinnar gegn Val sl. laugardag í Hólminum. Þann leik vann Snæfell 95:84, en þegar liðin mættust í öðrum leik einvígisins í gær á Hlíðarenda vann Valur 78:66. Snæfellskonur virtust þá sakna sárt bandaríska leikmannsins Chynnu Brown sem er meidd á rist og grunsemdir um liðbandameiðsl, sem og Hugrúnar Evu Valdimarsdóttur sem er úr leik út tímabilið eftir hnémeiðsli sem hún varð fyrir snemma leiks á laugardag. Liðin mætast í þriðja sinn í Hólminum annað kvöld, miðvikudagskvöld, og þá kann að vera að reynt verði að tefla Brown fram þótt hún verði hölt. Ljóst er að mikil barátta verður milli Snæfells og Vals um að ná þeim þremur sigrum sem þarf til að komast í úrslitaeinvígið. Í hinni viðureigninni í undanúrslitunum eru Haukar komnir með tvo sigra gegn Keflavík.

 

 

Snæfell byrjaði betur í leikum gegn Val í gær og var fimm stigum yfir eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta fór bandaríski leikmaðurinn í liði Vals, Anna Alys Martin, í gang og vann hún nánast leikinn fyrir sitt lið. Lið Snæfells virtist brotna við mótlætið og þótt Hildur Sigurðardóttir og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir reyndu að halda uppi baráttu í herbúðum Snæfells dugði það skammt. Valur var með ellefu stiga forskot í hálfleik, 41:32 og munurinn var orðinn 14 stig eftir þriðja leikhluta, 58:44.

 

Hjá Snæfelli var Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir atkvæðamest með 20 stig og 9 fráköst. Eva Margrét Kristjánsdóttir kom næst með 15 stig og 7 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 11 stig og 6 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 10 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 8 stig, 15 fráköst og 5 stoðsendingar og Alda Leif Jónsdóttir 2 stig. Hjá Val skoraði Martin 38 stig.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is