Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. mars. 2014 11:20

Framfarafélagið hvetur til stuðnings við geitabúskap á Háafelli

Stjórn Framfarafélags Borgfirðinga lýsir yfir áhyggjum af stöðu geitabúskaparins að Háafelli í Hvítársíðu þar sem Jóhanna Þorvaldsdóttir geitabóndi hefur unnið merkt frumkvöðlastarf í þágu fjölbreytni í íslenskum landbúnaði og ferðaþjónustu. Skorar stjórnin á ráðuneyti atvinnumála að taka þátt í að treysta rekstur þessa bús. Jafnframt skorar félagið á búnaðarsamtök í landinu, sveitarstjórn í Borgarbyggð og viðkomandi stjórnvöld að standa við bakið á bóndanum sem hér hefur unnið þrekvirki. Bendir Framfarafélagið á hve nauðsynlegt er fyrir íslenskt atvinnu- og menningarlíf að viðhalda margbreytileika af þeim toga sem Jóhanna á Háafelli hefur staðið fyrir með viðhaldi hins íslenska geitastofns og rekstri bús af þessari stærðargráðu.

Óskar Guðmundsson formaður framfarafélagsins sagði í samtali við Skessuhorn að það væri fráleitt í jafn ríkisstyrktu landbúnaðarkerfi eins og væri við líði í landinu að geitabúskapur nyti þar ekki styrkja til jafns við aðrar búgreinar. Eins og fram hefur komið opinberlega berst Jóhanna á Háafelli í bökkum með sinn búskap og ekki sýnt hvernig hún geti haldið honum áfram að óbreyttu.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is