Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. mars. 2014 02:24

Loftorka semur um byggingu 100 herbergja hótels í Reykjavík

Loftorka Borgarnesi og SA-verk hafa samið um að Loftorka framleiði og reisi einingar í 100 herbergja hótel að Hverfisgötu 103 í Reykjavík. Lóðin er neðan við Hverfisgötuna, á milli Barónsstígs og Snorrabrautar, þar sem verslunin Nexus var áður.  Hótelið verður rúmir 4.200 fermetrar. Samningurinn fyrirtækjanna, sem undirritaður var í dag, nær til allrar steypuvinnu við hótelið, reisingu eininga og glerjunar.  Loftorka mun skila verkinu af sér rétt um fokheldi. Hótelið mun síðan verða tekið í notkun vorið 2015.

 

 

Í samtali við Skessuhorn sagði Bergþór Ólason hjá Loftorku að verkefnið væri bæði mikilvægt og spennandi um leið.  Mikilvægt í því samhengi að hér væri um að ræða stærsta verkefnið sem Loftorka hefur samið um síðan bankarnir féllu og byggingageirinn með og spennandi í því samhengi að þarna væri tækifæri til að sýna fram á hvað einingalausnin er hentug þar sem aðstæður eru þröngar eins og er í þessu tilviki í miðborg Reykjavíkur. „Þarna tekst að sameina kosti steinsteypunnar og hraða og fyrirsjáanleika einingalausnarinnar. Um leið teljum við að búið sé að lágmarka óvissuþætti í verkinu, sem er mikilvægt fyrir verkkaupann. Jafnframt er mikilvægt að lágmarka rask á svæðinu, á sama tíma og verið er að vinna að endurbótum á Hverfisgötunni.  Það tekst vel með þessari lausn,“ segir Bergþór.

 

Óli Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri Loftorku, segir verkið leggja grunn að því sem vonandi sé framundan hjá fyrirtækinu, nú þegar byggingariðnaðurinn er farinn að taka við sér. Aðspurður sagðist hann reikna með að starfsmönnum Loftorku fjölgi nokkuð á næstunni, sem sé ánægjulegt eftir erfið ár undanfarið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is