Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. mars. 2014 08:01

Fjölmenni á fundi frumkvöðla á Akranesi

Á annað hundrað manns mættu á frumkvöðlakvöld sem atvinnu- og ferðamálanefnd Akraneskaupstaðar gekkst fyrir í Gamla Kaupfélaginu sl. mánudagskvöld. Gestir sýndu verkefnum sem kynnt voru á fundinum mikinn áhuga og spurðu margs. Frummælendur og höfundar verkefna voru Metill Már Björnsson sem kynnti verkefnið Ísland í 3vídd og Akranes á kortið, sem byggir á risalíkani af Íslandi. Frá því var greint ítarlega í síðasta Skessuhorni. Karen Emilía Jónsdóttir fjallaði um lífrænt vottuð matvæli, tækifæri til atvinnusköpunar. Þá sögðu systkinin Helga Ingibjörg og Kristján Hagalín Guðjónsbörn frá ævintýraferðum um gersemar Vesturlands með Wild West Tours. Loks sagði Magnús Freyr Ólafsson frá sjóstangveiði og möguleikum til vaxtar á Akranesi.

 

 

Fundarstjóri var Sævar Þráinsson, en auk kynninga á fyrrgreindum verkefnum voru örkynningar frá aðilum á Vesturlandi sem styðja við frumkvöðla. Það er frá Markaðsstofu Vesturlands, Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, Frumkvöðlasetrinu í Borgarnesi, Frumkvöðlasetrinu á Bifröst og Samtökunum Vitbrigði Vesturlands.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is