Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. mars. 2014 09:34

Loðnuaflinn rúmur fjórðungur á við í fyrra

Loðnuafli skipa HB Granda á nýafstaðinni vertíð var tæplega 24.000 tonn. Þetta eru mikil viðbrigði frá vertíðinni í fyrra en þá voru skipin með um 86.000 tonna afla, eða nær fjórfalt meira. Stafar þetta af mun minni heildarkvóta nú en þá. Vonir voru bundnar við vestangöngu loðnu, sem fyrst varð vart við út af Ísafjarðardjúpi undir lok vertíðarinnar, en mælingar Hafrannsóknastofnunar gáfu til kynna að magnið væri ekki það mikið að ástæða væri til að auka við kvótann.  ,,Að venju var áhersla lögð á að nýta aflann sem best til manneldis og tókst það afar vel í ár. Heilfryst var fyrir Rússlands- og Japansmarkað auk þess sem unnin voru loðnuhrogn fyrir kaupendur í A-Evrópu og Asíu,“ segir Garðar Svavarsson deildarstjóri uppsjávarsviðs HB Granda.

 

 

Albert Sveinsson, skipstjóri á Faxa RE segir aldrei hægt að ganga að neinu gefnu þegar loðnuveiðin sé annars vegar. Hins vegar hafi vertíðin nú verið óvenju erfið, kvótinn lítill og slæmt tíðarfar hafi ekki bætt úr skák. ,,Það, sem kom manni e.t.v. mest á óvart, var hve loðnan gekk dreift með landinu, hve mikill hraði var á göngunni eftir að hún kom að suðausturlandi og hve veiðin varð endaslepp í vertíðarlok,“ sagði Albert. Útgerðir uppsjávarveiðisskipanna eru nú farnar að huga að kolmunnaveiðum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is