Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. mars. 2014 06:01

Framkvæmdir hafnar við einn stærsta manngerða íshelli í heimi

Á þriðjudaginn í liðinni viku hófust framkvæmdir á Langjökli við gerð ísganga fyrir ferðamenn. Um er að ræða undirbúningsvinnu á yfirborði jöklsins til að gera gröft hinna eiginlegu ísganga mögulegan en sú vinna mun hefjast innan skamms. Undirbúningur verkefnisins hefur staðið yfir í tæp fjögur ár. Skessuhorn hefur áður sagt frá væntanlegri ísgangaframkvæmd með spjalli við Reynir Sævarsson sem starfar hjá verkfræðistofunni EFLU. Hann hefur frá upphafi verið verkefnisstjóri þessa framsækna verkefnis. Um aðdraganda og tilurð þess segir Reynir m.a: „Í maí 2010 setti Baldvin Einarsson, sem rekur ferðaskrifstofuna IceTour í Noregi, fram þá hugmynd að grafa göng í jökulinn fyrir ferðamenn. Göngin yrðu staðsett hátt á jöklinum og öflugir jöklabílar nýttir til að flytja gestina upp. Nokkru áður hafði Arngrímur Hermannsson byrjað rekstur sérútbúinna átta hjóla jöklatrukka sem geta flutt marga farþega upp jökulinn við nær hvaða aðstæður sem er.“

 

 

Reynir segir að jöklafræðilega sé staðsetning hátt á jöklinum mun hentugri en niðri við jaðar hans. Sumarið 1996 hafi Kristleifur í Húsafelli staðið fyrir gerð íshellis við jaðar Langjökuls í sama tilgangi, en erfitt reyndist að viðhalda honum vegna hraðrar bráðnunar. „Baldvin Einarsson fékk til liðs við sig félaga sinn Hallgrím Örn Arngrímsson verkfræðing á verkfræðistofunni EFLU við útfærslu hugmyndarinnar. Í júlí sama ár ákvað EFLA svo að vinna að verkefninu með það að markmiði að þróa það nægilega til að fjárfestar gætu komið að því. Um þremur árum síðar, eftir að búið var að skoða vandlega öryggismál, leyfismál, umhverfisáhrif, kostnað og graftraraðferðir, var gengið frá samkomulagi við nýstofnaðan fjárfestingasjóð um kaup og fjármögnun verkefnisins.  Fjárfestingasjóðurinn heitir Icelandic Tourism Fund I og er í eigu Icelandair, Landsbankans og nokkurra lífeyrissjóða, en verkefnið hafði frá upphafi verið unnið í samráði við Icelandair,“ segir Reynir.

 

Nú hefur verið samið við Byggingarfélagið Balta ehf. um vinnu við gerð ganganna á Langjökli í samvinnu við tæknimenn EFLU sem hafa umsjón með framkvæmdinni. Á vegum Balta munu nokkrir vaskir Borgfirðingar fara í dagsferðir á jökulinn og vinna að greftrinum fram á sumar. Í framhaldi af því á að útbúa inni í ísgöngunum magnaða sýningu fyrir innlenda og erlenda ferðamenn. Markmiðið er að þarna verði gerðir stærstu manngerðu íshellar í heimi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is