Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. mars. 2014 02:10

Bíla- og vélasalan Geisli hættir starfsemi

Feðgarnir Arilíus Sigurðsson og Dagbjartur Arilíusson, sem rekið hafa Bíla- og Vélasöluna Geisla í Borgarnesi undanfarin 15 ár, hafa tekið ákvörðun um að hætta rekstri hennar. Í síðustu viku luku þeir við að hreinsa lóðina Fitja 2 við gatnamót Snæfellsnessvegar og hringvegarins þar sem Geisli hefur verið með starfsemi frá upphafi, en fyrirtækið gerði samning fyrir skemmstu um skil á lóðinni til Borgarbyggðar. Að sögn Dagbjartar vilja þeir feðgar benda viðskiptavinum Geisla á bílasöluna Bílás á Akranesi vegna nýskráninga á bifreiðum í framtíðinni og RAG ehf. (rag.is) í Hafnarfirði varðandi skráningar á vinnuvélum. Hann sagði jafnframt að þessa dagana sé verið að vinsa úr bíla- og vélaflota Geisla og er hluti hans nú geymdur tímabundið á lóð í eigu Arilíusar á gatnamótum Hrafnakletts og hringvegarins í Borgarnesi þar sem Vinakaffi var áður til húsa.

Að lokum vildi Dagbjartur fyrir hönd þeirra feðga þakka öllum viðskiptavinum og velunnurum Geisla fyrir viðskiptin og samstarfið á liðnum árum. Þar með hefur síðustu bílsölunni verið lokað í Borgarnesi en þær hafa verið frá ein og upp í þrjár undanfarna áratugi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is