Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. mars. 2014 10:53

Snæfellskonur komnar yfir í einvíginu gegn Val

Snæfellskonur voru hvergi bangnar þegar Valskonur komu í heimsókn í Hólminn í gærkveldi í þriðja einvígisleik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domionsdeildarinnar. Eftir tap á Hlíðarenda sl. mánudag var alveg ljóst í gærkveldi hvaða lið ætlaði sér sigur og hvort var sterkara. Snæfellsstúlkur sigruðu í leiknum 81:67. Snæfell er komið yfir í einvíginu 2:1. Fjórði leikur liðanna fer fram á Hlíðarenda nk. föstudagskvöld og með sigri komast Snæfellskonur í úrslitaviðureignina gegn Haukum sem unnu Keflavík 3:0.

 

 

 

Valsstúlkur byrjuðu reyndar betur í leiknum og komust í 9:7: Þá kom Chinna Brown inn af bekknum þótt meidd væri og hún jafnaði leikinn 11:11 af vítalínunni. Bæði varnar- og sóknarleikur var með ágætum hjá heimastúlkum og þær voru yfir í stöðunni 20:13 eftir fyrsta leikhluta. Snæfellskonur byrjuðu annan leikhluta mjög vel. Skoruðu fyrstu níu stigin og staðan var 47:30 í hálfleik.

 

Hildur Björg Kjartansdóttir kom Snæfelli í 21 stiga mun 53:32, en hún skoraði átta fyrstu stig Snæfells í síðari hálfleik. Valsstúlkur reyndu hvað þær gátu og börðust vel í þriðja hluta til að komast aftur inn í leikinn en Snæfellsstúlkur voru farnar að leysa pressuna með meira sjálfstrausti. Staðan fyrir lokafjórðunginn var 66:48 fyrir Snæfell. Valsarar voru heldur sterkari í leikafjórðungum og sóttu heldur á en það dugði ekki til og Snæfell vann sannfærandi sigur.

 

Hildur Björg Kjartansdóttir var atkvæðamest hjá Snæfelli með 25 stig og 9 fráköst, Chynna Brown skoraði 16 stig og tók 12 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 15 stig, 6 fráköst og 9 stoðsendingar, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 10 stig og 11 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 7 stig, Alda Leif Jónsdóttir 5 og Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is