Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. mars. 2014 08:01

Óvissa með fjölda starfa í Ólafsvík vegna orkuskorts

Eins og komið hefur fram í fréttum eru orkufyrirtækin í landinu farin að skammta rafmagn til stóriðjunnar vegna vatnsskorts í lónum virkjana og umframorka er því ekki til staðar. Frostfiskur í Ólafsvík, betur þekkt sem fiskþurrkunin Klumba, er eitt þeirra fyrirtækja í landinu sem er nú að lenda í miklum kostnaðarauka vegna skerðingar á umframorku, en fyrirtækið þarf að greiða fimmfalt hærra orkuverð í dag fyrir þurrkunina í Ólafsvík en áður, þar sem nú þarf að framleiða orkuna með díselvélum. Forráðamenn Frostfisks segja reksturinn í uppnámi af þessum sökum og þar með fjöldi starfa í hættu. Við fiskþurrkuna í Ólafsvík starfa um 40 manns.

 

 

Skerðingin á umframorkunni kom til í byrjun mars og samkvæmt tilkynningu til Frostfisks frá Landsvirkjun gæti hún varað allt að tvo mánuði. Arnar Guðmundsson fjármálastjóri Frostfisks segir að þessi staða hafi ekki komið upp hjá fyrirtækinu áður varðandi orkukostnaðinn við vinnsluna í Ólafsvík, þar sem að hingað til hafi einungis þurft að keyra díselvélar til framleiðslu raforku vegna truflana og rafmagnsleysis af völdum veðurs. Arnar segir sýnt að leita þurfi leiða til að bregðast við þessum aukna orkukostnaði núna og ef þessi staða kæmi upp aftur. Verið sé að skoða leiðir í því sambandi.

 

Þurrkunin í Ólafsvík er deild hjá Frostfiski í Þorlákshöfn en þar vinna 150 manns hjá fyrirtækinu í frystihúsi. Frá þeirri vinnslu kemur að stórum hluta hráefni til Klumbu í Ólafsvík og eru samnýttar ferðir með það um leið og fiskur er sóttur til hafna á Snæfellsnesi. Steingrímur Leifsson, framkvæmdastjóri og eigandi Frostfisks segir að reksturinn sé nú í uppnámi vegna aukins orkukostnaðar. Þetta setji allt að 190 störf í hættu, en hins vegar vilji hann taka fram að Landsvirkjun sé ekki að svíkja neina samninga með skerðingu á umframorkunni. Samningarnir um afhendingu umframorku séu bara svona.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is