Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. mars. 2014 09:01

Fléttar saman skáta- og æskulýðsstarfi

Segja má að það sé í anda séra Friðriks Friðrikssonar KFUM manns, æskulýðsstarfið sem fram fer innan Setbergsprestakalls í Grundarfirði. Aðalsteinn Þorvaldsson sóknarprestur segist hafa verið kominn á fullorðinsár þegar hann byrjaði að starfa í skátahreyfingunni. Þegar hann svo vígðist til prests í Grundarfirði í októbermánuði 2008 var hann meðvitaður um að innan kirkjunnar víða um heim var og er skáta- og æskulýðsstarfið innan kirkjunnar, oftar en ekki undir hatti KFUM og K. Þannig er til dæmis víða á Norðurlöndunum. Aðalsteini fannst tilvalið að virkja skátastarf í Grundarfirði innan kirkjunnar og hefur gert það í samvinnu við ungt fólk á staðnum. Þegar blaðamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn í Grundarfjarðarkirkju síðastliðinn fimmtudag var einmitt skátafundur í kirkjunni. Eftir söng í byrjun fundar var farið í ýmsa leiki og greinilegt að gleðin er við völd hjá skátunum í Grundarfirði. „Við erum svo að fara á landsmót á Akureyri í sumar. Mótið verður haldið á Hömrum í Kjarnaskógi á frábæru mótssvæði,“ sagði Aðalsteinn fullur áhuga fyrir skátastarfinu. Einnig er rætt við séra Aðalstein um fermingarundirbúninginn.

 

Sjá spjall í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is