21. mars. 2014 12:05
Íslenskt handverk hefur líklega aldrei verið vinsælli en nú. Bæði í fatnaði sem og hlutum sem ætlaðir eru til heimilisins eða gjafa. Hinar og þessar bloggsíður um heimili og skreytingar hafa skotið upp kollinum ásamt fésbókarsíðum með hugmyndum um hvernig fegra má heimilin. Boðið er upp á alls kyns námskeið tengd þessu; kertanámskeið, skiltagerð, húsgagnamálun og þannig mætti lengi telja. Ása Birna Viðarsdóttir á Akranesi er ein af þeim sem lært hefur að gera kerti og púða. Hún hefur þó tekið þetta skrefinu lengra og hefur selt sínar vörur með góðum árangri á Facebook síðu sinni, Kikke Lane Koff.
Sjá spjall við Ásu Birnu í Skessuhorni vikunnar.