27. mars. 2014 06:01
Í tilefni af átakinu Mottumars stendur Krabbameinsfélag Borgarfjarðar fyrir fjáröflunartónleikum í Borgarneskirkju fimmtudaginn 27. mars klukkan 20:30. Karlakórar landsins hafa að undanförnu margir tekið þátt í auglýsingaherferð fyrir Mottumarsátakið, en Karlakórinn Söngbræður gerir enn betur. Kórfélagar urðu góðfúslega við þeirri ósk krabbameinsfélagsins að efna til tónleika í tilefni af Mottumars. Ágóði af tónleikunum mun renna til Krabbameinsfélags Borgarfjarðar sem hefur það að aðalmarkmiði að styðja við bakið á einstaklingum sem þurfa að ferðast oft og dvelja langdvölum fjarri heimili til að leita sér lækninga. Aðgangseyrir á tónleikana er 2.000 krónur og skal bent á að posi er ekki á staðnum. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.