Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. mars. 2014 04:01

Telst líklega forfallinn veiðimaður

Það vakti athygli laxveiðimanna nýverið þegar það fregnaðist að laxveiðimaður á Akranesi hefði verið kosinn í stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Það er Rögnvaldur Örn Jónsson útibússtjóri Fiskmarkaðar Íslands á Akranesi. Rögnvaldur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp en var öll sumur og í fríum á Hellissandi hjá afa sínum og ömmu, Rögnvaldi Ólafssyni og Jónu Ágústsdóttir. Rögnvaldur bjó lengi á Hellissandi en fluttist til Akraness árið 2004. Í samtali við Skessuhorns sagðist Rögnvaldur strax hafa gengið í Stangveiðifélag Reykjavíkur þegar hann flutti á Akranes. „Ástæðan var sú að þar var meira úrval áa en Stangveiðifélag Akraness hafði upp á að bjóða. SVFR er með stórar og góðar ár í Borgarfirði og víðar, auk þess sem félagsstarfið er þar fjölbreytt og skemmtilegt. Strax og ég gekk í félagið fór ég að taka þátt í félagsstarfinu. Hef átt sæti í árnefndum hjá félaginu, en fulltrúar í þeim nefndum sjá um undirbúning fyrir veiðitímabilið, svo sem um að viðhaldi sé sinnt í veiðihúsum. Meðal viðburða í félagsstarfinu eru barna- og unglingadagar hjá SVFR. Þá fá þau að veiða í Elliðaánum með hjálp okkar félagsmanna. Ég hef líka verið leiðsögumaður fyrir félagið í nokkur ár í Langá,“ segir Rögnvaldur Örn.

 

Sjá nánar spjall við Rögnvald í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is