Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. mars. 2014 03:01

Segir svæðið skemmtilegt en gríðarlega víðfeðmt

Þegar breytingar voru gerðar á umdæmum héraðsdýralækna í landinu sem og á embættunum sjálfum seint árið 2011, voru margir uggandi um að dýralæknar fengjust ekki til að sinna þjónustu við bændur og bústarfsemina á svokölluðum jaðarsvæðum landsins. Sú varð líka raunin að einstaka svæði voru án þessarar þjónustu í einhvern tíma. Þannig þurfti til dæmis að auglýsa starf dýralæknis í Dölum og á nærliggjandi svæðum í þrígang áður en dýralæknir fékkst til starfa. Það var Gísli Sverrir Halldórsson sem sýndi starfinu áhuga. Kom hann til starfa í sauðburðinum 2012 og var síðan alkominn í Búðardal um haustið. Gísli segist kunna ákaflega vel við að starfa á svæðinu út frá Búðardal, sem reyndar er mjög víðáttumikið, nær yfir svæði sem þrír héraðsdýralæknar störfuðu á áður. Gísli er ekki ókunnugur Dölum og Ströndum. Starfaði þar um tíma fyrir rúmum þrjátíu árum sem afleysingadýralæknir. Gísli þekkir líka vel til dýralækninga á strjálbýlum svæðum, var t.d. héraðsdýralæknir í austanverðum Skagafirði í sjö ár frá 1983-1990. Þá var hann dýralæknir á Sandi í sunnaverðum Noregi í nokkur ár á síðasta áratug liðinnar aldar.

Gísli segir í sjálfu sér ekki mikinn mun á því að sinna starfi dýralæknis í Búðardal, á Hofsósi eða Sandi í Noregi. Starfið snúist alls staðar um það sama, um fyrirbyggjandi aðgerðir gegn búfjársjúkdómum og að liðsinna sem kostur er varðandi heilbrigði dýra.

 

Sjá viðtal við Gísla í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is