20. mars. 2014 04:26
Leiktíma í leik númer fjögur milli Vals og Snæfells í undanúrslitum Domino's deildar kvenna á morgun, föstudaginn 21. mars í Vodafonehöllinni, hefur verið breytt frá kl. 18.00 til kl. 19.15. Staðan í viðureign liðanna er nú 2:1 fyrir Snæfelli og dugar því Snæfellsstúlkum að vinna á morgun til að tryggja sér úrslitaviðureign gegn Haukum í úrslitakeppninni.