Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. mars. 2014 04:00

Stefnir í óhlutbundnar kosningar í Hvalfjarðarsveit

Eftir fund í Hvalfjarðarsveit í gærkveldi liggur fyrir að nú stefnir í óhlutbundnar kosningar í sveitarfélaginu 31. maí í vor. Sameiginlegur fundur L og H lista samþykkti að bjóða ekki fram fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2014 enda sé það stefna beggja lista að virða íbúalýðræði. Fundurinn var haldinn í Stóra-Lambhaga, heimili Sigurðar Sverrir Jónssonar oddvita. Á fundinn mættu átján, en að sögn Sigurðar Sverris voru nokkrir forfallaðir og komust ekki.

Eins og komið hefur fram í Skessuhorni hefur verið sterk hreyfing meðal íbúa í Hvalfjarðarsveit í vetur um óhlutbundnar kosningar, eða persónukosningar, í sveitarfélaginu í vor. Fyrr í vetur var farið af stað með undirskriftalista þar sem skorað var á íbúa að bjóða ekki fram lista. Um 80% þeirra íbúa sem náðist í vegna undirskrifta-söfnunarinnar, eða ríflega helmingur kosningabærra íbúa, skrifuðu undir yfirlýsingu þess efnis að hvetja til óhlutbundinna kosninga. L-listi Hvalfjarðarlistans og H-listi Heildar mynda meirihluta í sveitarstjórn. Fyrir nokkru samþykkti E-listi, Einingar, að hvetja til óhlutbundinna kosninga, en E listi á þrjá menn í sveitarstjórn. Eins og staðan er í dag stefnir því í óhlutbundnar kosningar í Hvalfjarðarsveit í vor komi ekki fram nýtt listaframboð, sem lagt yrði fram með lögmætum hætti fyrir tilskilinn framboðsfrest sem rennur út klukkan 12 á hádegi laugardaginn 10. maí 2014.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is