21. mars. 2014 10:56
Óveður var víða um norðanvert Vesturland, Vestfirði og Norðurland í gær. Meðal þeirra sem fengu að kenna á veðrinu var rúta frá Hópferðabílum Teits Jónassonar sem stóð á bílastæðinu við íþróttahúsið á Laugum í Sælingsdal. Skipti engum togum að í einni rokunni sogaðist framrúðan úr rútunni í heilu lagi og fauk rúma fimmtíu metra. Starfsmenn KM Þjónustunnar voru fengnir til að koma rútunni í skjól í Búðardal. Í óveðrinu lokaðist vegurinn um Svínadal þannig að skólabörn úr Saurbæ komust ekki í Auðarskóla í Búðardal.