Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. mars. 2014 09:16

Staða Snæfells þröng í einvíginu gegn KR

Snæfellingar virðast ekki líklegir til að stöðva sigurgöngu deildarmeistara KR í 8-liða útslitunum í úrslitakeppni Dominosdeildarinnar í körfunni. Liðin mættust öðru sinni í Hólminum í gærkveldi. KR-ingar unnu þar öruggan 99:85 sigur. Staðan í einvíginu er þá 2:0 fyrir KR, en þeir unnu 98:76 í Vesturbænum sl. fimmtudagskvöld. KR-ingar gætu því klárað einvígið með sigri næstkomandi fimmtudag í Vesturbænum, en þrjá sigra þarf til að komast í undanúrslitin.

 

 

 

KR-ingar byrjuðu mun betur í Hólminum í gær og voru eftir skamma stund komnir með ellefu stiga forskot, 15:4. Heimamönnum tókst að halda í horfinu og hanga í gestunum fram í hálfleik, en þá var KR með forustu 49:36. Snæfellingar þurftu því að byrja seinni hálfleikinn vel, en það voru hinsvegar gestirnir sem það gerðu og létu kné fylgja kviði. Eftir það má segja að engin spenna hafi verið í leiknum. Staðan var 75:54 eftir þriðja leikhluta og lokafjórðungurinn var ekkert vandamál fyrir KR-inga.

 

Hjá Snæfelli voru atkvæðamestir Trvis Cohn III og Sigurður Á Þorvaldsson, hvor um sig með 24 stig og 8 fráköst, Jón Ólafur Jónsson skoraði 9 stig, Stefán Karel Torfason 8, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 6 og 6 fráköst, Kristján P Andrésson 6 stig, Þorbergur H Sæþórsson 4, Sveinn Arnar Davíðsson og Finnur Atli Magnússon 2 hvor og Snjólfur Björnsson 1.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is