Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. mars. 2014 01:44

Hætt er við áform um samruna LbhÍ við Háskóla Íslands

Í síðustu viku tilkynnti mennta- og menningarmálaráðuneytið rektori Landbúnaðarháskóla Íslands að ekkert yrði af áformum þess efnis að LbhÍ yrði sameinaður Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ágústi Sigurðssyni rektor sem hann sendi starfsfólki skólans og nemendum á föstudaginn. Þar lýsir Ágúst vonbrigðum sínum með þessa niðurstöðu en undanfarna mánuði hefur verið unnið að því með stjórnvöldum að LbhÍ yrði hluti af Háskóla Íslands. Í breytingunum áttu að felast auknir fjármunir inn í rekstur starfseminnar til að efla hana og styrkja, sérstaklega á Hvanneyri og Reykjum. „Það eru því gríðarleg vonbrigði að þessar fyrirætlanir séu nú að engu orðnar eins og virðist stefna í samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins. Skýringar sem ég fæ við þessari stefnubreytingu eru að þingmenn Norðvesturkjördæmis, með stuðningi sveitarstjórnar Borgarbyggðar og forystu Bændasamtaka Íslands, leggist alfarið gegn þessum áætlunum og því séu þær óframkvæmanlegar. Ég tel að hér hafi einstakt tækifæri farið forgörðum, ekki einungis fyrir okkar fagsvið heldur fyrir íslenskt háskólastig, því miður,“ segir Ágúst í tilkynningu sinni til starfsmanna.

 

 

 

Stefnubreytingin þýðir að LbhÍ verður áfram sjálfstæður skóli og segir Ágúst að rekstrarlegar forsendur virðist eiga að vera óbreyttar frá því sem verið hefur og því þurfi að draga verulega saman seglin. „Þegar þetta er ljóst þýðir ekki annað en skipuleggja starfið til lengri tíma út frá þeim forsendum sem okkur eru nú gefnar. Ég hef þegar sett vinnu í gang við endurskoðaða fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 en jafnframt verður samhliða unnin áætlun fyrir árin 2015-2016,“ segir Ágúst. Hann segir jafnframt að stefnumörkun um hið faglega starf skólans fari fram á næstunni með breiðri aðkomu starfsmanna, nemenda og annarra sem málið varðar. „Áætlun okkar er að standa vörð um kjarna LbhÍ sem er kennsla og rannsóknir og finna leiðir til að sækja fram,“ sagði Ágúst í samtali við Skessuhorn.

 

Áfangasigur fyrir heimamenn

Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar segir þessi tíðindi í samræmi við áherslur heimamanna. „Þetta lá orðið í loftinu. Fulltrúar vinnuhóps um framtíð háskólanna í Borgarfirði, sem hefur verið að störfum að undanförnu, hitti menntamálaráðherra fyrir tæpum hálfum mánuði. Á fundinum var úttekt KPMG um mögulegt framtíðar rekstrarform skólans kynnt þar sem tvær ólíkar sviðsmyndir voru teiknaðar upp. Önnur leiðin var tillaga ráðuneytisins um að skólinn yrði sameinaður HÍ, en hin var að stofna sjálfseignarstofnun utan um starfsemi skólans. Á fundinum lýsti ráðherra sig mótfallinn hugmyndum um stofnun sjálfseignarstofnunar en upplýsti þó að það gæti allt eins orðið að fallið yrði frá hugmyndum um sameiningu. Skólinn yrði þá áfram starfræktur fyrir það fjármagn sem hann hefði í dag. Sveitarstjórn hafði síðan fregnað það nýverið að ekkert yrði af sameiningaráformum,“ segir Páll. Hann segir heimamenn, Bændasamtökin og fleiri hafa haft miklar efasemdir um hvort gagnlegt væri að sameina LbhÍ og Háskóla Íslands. „Þetta er því áfangasigur fyrir heimamenn,“ sagði Páll.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is