25. mars. 2014 11:06
Væntanlega munu Stykkishólmsbúar troðfylla íþróttahúsið í kvöld þegar oddaleikur fer fram í úrslitakeppni kvenna í Dominsdeildinni. Snæfellkonur mæta þá Valsstúlkum kl. 19:15 og það liðið sem vinnur mætir Haukum í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn. Miklar sveiflur hafa verið í leikjum Snæfells og Vals í úrslitakeppninni og virðast heimavellirnir skipta miklu máli. Bæði lið hafa unnið tvo leiki á sínum heimavöllum. Væntanlega dugar þó ekki heimavöllurinn einn Snæfelli í leiknum í kvöld, enda trúlegt að hvorugt liðið sé tilbúið að fara í sumarfrí.