Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. mars. 2014 06:01

Bjartsýni að aukast fyrir skelveiðum í Breiðafirði

Hagsmunaaðilar í skelveiðum og vinnslu við Breiðafjörð horfa nú með meiri bjartsýni en áður til þess að ekki séu mörg ár í að veiðar í atvinnuskyni muni hefjast aftur. Hafrannsóknastofnun hefur stundað rannsóknir og stofnmælingar á hörpudiskinum í Breiðafirði. Fyrir frumkvæði hagsmunaðila er nú efnt til samstarfs við Hafrannsóknastofnun, ekki aðeins varðandi stofnmælingarnar, heldur einnig rannsóknir sem tengjast tilraunaveiðunum í vor. Tilraunaveiðarnar verða stundaðar á sama báti og notaður verður til stofnmælingarinnar, Hannesi Andréssyni frá Grundarfirði. Stofnmælingarnar verða gerðar í eina til tvær vikur í byrjun aprílmánaðar. Gert er ráð fyrir að tilraunaveiðar og rannsóknir byrji síðan eftir páskana, standi yfir allan maímánuð og fram í júníbyrjun. Með þeim verður meira lagt í rannsóknir á hörpudiskinum en áður. Teknar verða myndir með djúpmyndavél fyrir hvert tog. Með því verður bæði hægt að sjá hvernig botninn lítur út áður en tilraunaveiðar hefjast og telja skelina til að ná nákvæmari mælingum á stofnstærð en áður. Jónas Páll Jónasson sérfræðingur í skeldýrum hjá Hafrannsóknastofnun segir að tilraunaveiðarnar verði á afmörkuðum svæðum í Breiðafirði en stofnmælingin nær til þekktra skelsvæða.

 

Sjá nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is