Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. mars. 2014 08:01

Efnahagur Kaupfélags Borgfirðinga vænkast

Aðalfundur Kaupfélags Borgfirðinga fór fram á Hótel Borgarnesi síðastliðinn fimmtudag. Samkvæmt ársreikningi var félagið rekið með 133 milljóna króna hagnaði árið 2013. Helsta skýringin á þessari góðu afkomu er sú að lokið var við að endurreikna erlend lán félagsins á árinu en legið hefur fyrir frá því að dómar féllu um lögmæti erlendra gjaldeyrislána að þau yrðu leiðrétt. Fyrir vikið hefur efnahagur KB vænkast verulega og er eigið fé félagsins nú tæp 28%, en var um 14% í árslok 2012. Langtímaskuldir félagsins eru um 640 milljónir króna en eignir í árslok voru bókfærðar 967 milljónir. Þar af er stærsta eignin hlutur í Samkaupum sem bókfærður er á 400 milljónir króna, en er að líkindum mun meiri virði ef tekið er mið af síðustu sölu hlutabréfa í félaginu. Afkoma Búrekstrardeildar félagsins að Egilsholti 1 í Borgarnesi dróst saman frá árinu 2012 og var deildin rekin með um 15 milljóna króna hagnaði.  

 

Sjá nánar frétt í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is