Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. mars. 2014 11:38

Skrifað undir kaupsamning á Dalbraut 6 á Akranesi

Í morgun var skrifað undir samning um kaup Akraneskaupstaðar á húsinu Dalbraut 6 á Akranesi ásamt nærliggjandi lóðum, alls ríflega 12.000 fm. Samkvæmt núgildandi deiliskipulagi er auk Dalbrautar 6 með í þessum kaupum fjórar lóðir fyrir allt að fögur fjölbýlishús með um 60 íbúðum. Þau tilheyra Þjóðbraut 3, 5 og 7 og Dalbraut 4. Húsið sem keypt er á Dalbraut 6 er 851 fm. Því verður á næsta ári breytt í alhliða þjónustumiðstöð fyrir aldraða og er auk þess ætlað að hýsa starfsemi Félags eldri borgara á Akranesi og nágrenni. Fram kom við undirritun samningsins að gera þurfi breytingar á deiliskipulagi til að hægt verði að stækka húsið þegar fram líða stundir, enda er því spáð að á næstu árum og áratugum muni fjölga mjög í hópi eldri borgara. Bifreiðastöð ÞÞÞ er seljandi hússins og lóðanna en þar hafa bækistöðvar fyrirtækisins verið frá því Dalbraut 6 var bygg. Að sögn Þórðar Þ Þórðarsonar framkvæmdastjóra verður nú farið í lokahönnun og byggingu nýrra bækistöðva fyrir bifreiðastöðina á lóð í eigu ÞÞÞ á Smiðjuvöllum. Þeirri byggingu verður flýtt sem kostur er því gert er ráð fyrir að afhending hússins við Dalbraut verði í síðasta lagi 1. mars 2015. Þá verður hafist handa við breytingar á því til nýrra nota.

 

 

 

Kaupverð hússins og lóðanna er 212 milljónir króna. Fjármögnun kaupanna var nýverið samþykkt í bæjarráði Akraness sem viðauki við fjárhagsáætlun þessa árs. Hvorutveggja var vísað til umfjöllunar og staðfestingar bæjarstjórnar. Að sögn Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra er það mjög ásættanlegt verð fyrir 851 fermetra hús á þessum stað auk lóðanna. Á aðalfundi FEBAN í byrjun mars tilkynnti Regína um fyrirhuguð kaup og lét þá í ljós von um að þetta yrði einskonar afmælisgjöf frá kaupstaðnum til FEBAN sem fagnar einmitt 25 ára afmæli um þessar mundir. Viðræður á milli FEBAN og bæjaryfirvalda um byggingu félagsmiðstöðvar hefur staðið í mörg ár en Akraneskaupstaður tók húsnæði á þriðju hæð að Kirkjubraut 40 á leigu fyrir samtökin árið 2002. Það húsnæði er orðið alltof lítið miðað við þá gróskumiklu starfsemi sem er í FEBAN auk þess sem leigusamningur rennur út í árslok 2016.

 

Fyrir rúmu ári var því settur í gang starfshópur sem hafði það hlutverk að vinna að útfærslu hugmyndar um þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara á Akranesi. Settar voru þær forsendur að í þjónustumiðstöðinni gætu allir fundið eitthvað við sitt hæfi og þar myndi núverandi starf félagsstarfsins á vegum Akraneskaupstaðar og starfsemi FEBAN fá samastað. Þennan hóp hafa skipað þeir Jóhannes Ingibjartsson og Ólafur Guðmundsson frá félagi eldri borgara og bæjarfulltrúarnir Þröstur Þór Ólafsson, Sveinn Kristinsson og Gunnar Sigurðsson. Með hópnum störfuðu þær Laufey Jónsdóttir og Sveinborg Kristjánsdóttir. Meginverkefni hópsins var að skilgreina kröfur til húsnæðisins, gera tillögur að rekstrarformi, skilgreina starfsemina og gera rýmisgreiningu. Afrakstur þessarar vinnu hefur nú litið dagsins ljós með undirskrift samningsins. Fram kom að mikil ánægja er með lyktir máls, bæði af hálfu FEBAN félaga og bæjaryfirvalda.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is