Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. mars. 2014 01:52

Ríkið dregur lappirnar í framlögum til menningarsamninga

Líkt og fram hefur komið í frétt hér á vef Skessuhorns um aðalfund Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi ríkir óvissa um framtíð menningarsamnings, sóknaráætlunar og vaxtarsamnings, en verkefnin þrjú hafa verið unnin á grundvelli samninga ríkis og sveitarfélaganna í landshlutanum undanfarin ár. Hrefna B. Jónsdóttur framkvæmdastjóri SSV segir óvissuna slæma og veldur hún sveitarstjórnarmönnum í landshlutanum töluverðum áhyggjum. Hún nefnir óvissuna vegna menningarsamningsins sem dæmi. Mennta- og menningarmála-ráðuneytið hafði á síðasta ári tilkynnt að menningarsamningar yrðu endurnýjaðir og kynnti ráðuneytið til sögunnar nýjar gagnsæjar skiptireglur varðandi úthlutun fjár í framhaldinu. Almenn ánægja var með nýju reglurnar hjá sveitarstjórnarmönnum á Vesturlandi, en óánægja hafði verið með gömlu reglurnar sem þóttu ógagnsæjar. Nýju reglurnar voru þó dregnar fyrirvaralaust til baka í lok janúar og tilkynnti ráðuneytið að gömlu reglurnar væru áfram í gildi auk þess sem framlög til samningsaðila frá ráðneytinu yrðu dregin saman um 10%. Þessu mótmælti stjórn SSV harðlega í bréfi til aðstoðarmanns menntamálaráðherra 27. janúar. Síðan þá hafa stjórnvöld enga endanlega ákvörðun tekið í málinu.

Atvinnuvegaráðuneytið tilkynnti hins vegar í vikunni að það muni ekki leggja til fé vegna menningarsamningsins eins og gert var ráð fyrir sem þýðir að menningarsamningur Vesturlands verður af 5 milljónum króna til viðbótar við boðaða skerðingu menntamálaráðuneytisins.

 

Vesturland fær því líklega um 16 milljónir króna í sinn hlut vegna samningsins, segir Hrefna. Hún bætir því við að nú þegar hafi formaður og varaformaður SSV fundað með þingmönnum kjördæmisins vegna málsins og kynnt þeim þróun mála. Hrefna segir jafnframt að tafirnar séu að valda töluverðum óþægindum hjá SSV. Starfshópur sem hefur verið að störfum frá áramótum við að vinna úr umsóknum vegna samningsins hefur ekki getað afgreitt þær, en sumar áttu að fara í framkvæmd á fyrri hluta þessa árs. Hrefna vonaðist þó til að stjórnvöld klári málið fljótlega til að eyða óvissunni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is