26. mars. 2014 03:01
Umhverfissjóður Snæfellsness hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til verkefna sem snúa að umhverfisumbótum innan sveitarfélaganna fimm á Snæfellsnesi; Helgafellssveitar, Eyja- og Miklaholtshreppus, Stykkishólms, Grundarfjarðar og Snæfellsbæjar auk Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls. Umsóknir um skilgreind verkefni og kostnaðaráætlun vegna þeirra á að senda til formanns sjóðsins, Kristins Jónassonar bæjarstjóra Snæfellsbæjar í síðasta lagi 7. apríl 2014. Úthlutað verður úr sjóðnum á Degi Jarðar, 22. apríl.