Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. mars. 2014 01:01

Ágóða af þorrablóti veitt til góðra málefna

Hópur í árgangi 1971, sem kallar sig reyndar Club ´71, boðaði nýverið til sín fulltrúum nokkurra íþróttafélaga á Akranesi, Björgunarfélags Akraness og Kórs Akraneskirkju. Tilefnið var að úthluta ágóðanum sem varð af þorrablóti Akurnesinga sem haldið var í íþróttahúsinu við Vesturgötu 25. janúar sl. Sem kunnugt er var það umræddur árangur á Akranesi sem beitti sér fyrir að blótið yrði haldið, nú í fjórða skipti á jafn mörgum árum. Þorrablót Skagamanna hefur átt vaxandi vinsældum að fagna og ruku miðar út að þessu sinni eins og heitar lummur. Ágóðinn hefur einnig aukist jafnt og þétt, var um 200 þúsund eftir fyrsta blótið en nú var rúmlega þremur milljónum króna úthlutað til sjö íþróttafélaga, Björgunarfélags Akraness og Kórs Akraneskirkju.

 

 

 

Sævar Freyr Þráinsson talsmaður hópsins sagði í ávarpi þegar styrkirnir voru afhentir að upphafið að blótunum hafi bæði verið vegna þess að þessi árgangur hafi svo gaman af að hittast en líka í þeim tilgangi að láta gott af sér leiða til samfélagsins. Hagnaðurinn af blótinu hafi verið að aukast og sé orðinn vel viðunandi. Sævar segir að allur undirbúningur og framkvæmd sé í sjálfboðavinnu. Eini starfsmannakostnaður vegna þorrablótsins séu sérhæfðir starfsmenn sem vinna við tæknimál og atvinnumenn í dyravörslu sem vinna með björgunarfélagi að öryggi gesta. Mörg fyrirtæki á Akranesi njóti svo ávinnings af þorrablóti Skagamanna með beinum og óbeinum hætti.

Eins og áður segir voru styrkirnir sem úthlutað var alls rúmar þrjár miljónir króna. Styrkupphæð til hvers og eins var reiknuð út í samræmi við vinnuframlag við þorrablótið. Knattspyrnufélag ÍA fékk 1.100.073 kr, Björgunarfélag Akraness 564.864, Golfklúbburinn Leynir 540.295, Sundfélag Akraness 408.406, Þjótur íþróttafélag fatlaðra 339.153 og Kór Akraneskirkju 100.000.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is