Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. mars. 2014 02:22

Ræddu framtíð leikskólanna

Framtíð leikskólanna í landinu var rædd á stefnumótunarfundi sem Samband íslenskra sveitarfélaga, Félag leikskólakennara og Félag stjórnenda leikskóla stóð fyrir í Hjálmakletti í gær. Tilefni fundarins er bókun í kjarasamningi sömu aðila frá 2011 þar sem kallað var eftir umræðu um sameiginlega framtíðarsýn leikskólanna í landinu. Fundurinn er fyrsti fundurinn af átta sem þessir aðilar halda á næstunni víðsvegar um landið, en fundað verður á Reykjanesi, Blönduósi, Reykjavík, Akureyri, Ísafirði, Selfossi og Egilsstöðum. Það er Capacent sem stýrir framkvæmd fundanna.

Að sögn Ingibjargar Kristleifsdóttur, formanns Félags stjórnenda leikskóla, voru á fimmta tug þátttakenda á fundinum í Borgarnesi. Um fjölbreyttan hóp Vestlendinga var að ræða en meðal þátttakenda var sveitarstjórnarfólk, leikskólakennarar, leikskólastjórnendur og foreldrar leikskólabarna. Í upphafi fundarins flutti framhaldsskólaneminn Halldór Logi Sigurðsson stutt inngangserindi þar sem hann deildi sinni sýn á framtíðarleikskólanum og sagði Ingibjörg að erindi hans hafi vakið athygli hjá fundarmönnum. Hún segir að afrakstur fundaraðarinnar verði stefnuskjal sem er hugsað sem grundvöllur að framtíðarsýn leikskólans, með leiðum og aðgerðum um það hvernig leikskólastarfi verði best hagað með hagsmuni leikskólabarna að leiðarljósi í framtíðinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is