Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. mars. 2014 06:01

Listin í samkeppni við körfuboltann í Hólminum

Leikfélagið Grímnir í Stykkishólmi sýndi í síðustu viku leikritið Lýðræðið á ruslahaugnum eftir ungt leikritaskáld í Hólminum, Bjarka Hjörleifsson. Bjarki er einnig formaður leikfélagsins. Þetta er annað stykkið sem Grímnir sýnir eftir Bjarka. Hitt var „Við dauðans dyr“ sem sýnt var fyrir tveimur ár. Bjarki sagðist í spjalli við Skessuhorn vera ánægður með útkomuna. „Sýningin fékk góða dóma hjá fólki, en aðsóknin hefði hins vegar mátt vera betri. Við lentum í samkeppni við ýmislegt sem var að gerast hérna í bænum á sama tíma. Hver körfuboltaleikurinn á fætur öðrum, enda komið í úrslitakeppnina, árshátíð grunnskólans og fleira,“ sagði Bjarki en sex sýningar voru á Lýðræði á ruslahaugunum í félagsheimilinu Skildi í Helgafellssveit.

Bjarki sagði að undirbúningurinn fyrir sýningarnar hefðu verið skemmtilegur og dramatískur, en Lýðræðið á ruslahaugunum flokkar hans sem glettna samfélagsádeilu. „Hrafndís Bára Einarsdóttir leikstjóri var komin á steypirinn og það var bara stuttu eftir frumsýningu sem allt fór að gerast hjá henni og barnið fæddist. Svo erum við að missa núna tvo leikarana erlendis þannig að það verða ekki fleiri sýningar, allavega í bili. Það hafa þó komið fyrirspurnir um hvort við munum sýna um páska og það er svona í skoðun.“ Tónlistin í leikritinu er eftir Jón Torfa Arason sem einnig er úr Stykkishólmi.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is