Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. mars. 2014 04:22

Eðalfiskur gaf Grunnskóla Borgarness átta spjaldtölvur

Eigendur fyrirtækisins Eðalfisks í Borgarnesi komu færandi hendi í Grunnskólann í Borgarnesi á þriðjudaginn og gáfu skólanum átta iPad spjaldtölvur. Tilefnið er 10 ára rekstrarafmæli núverandi eigenda Eðalfisks sem eignuðust laxvinnsluhluta fyrirtækisins 1. mars 2004. Eigendur Eðalfisks eru þau Kristján Rafn Sigurðsson, Dagný Hjálmarsdóttir og Birgir Benediktsson. Það voru þau Signý Óskarsdóttir skólastjóri og Hilmar Már Arason aðstoðarskólastjóri sem tóku við gjöfunum frá Eðalfiski. Að sögn Kristjáns Rafns Sigurðssonar eru spjaldtölvurnar gefnar til að nota í kennslu í skólanum og munu þær bæði nýtast til almennrar kennslu og sérkennslu. Hann segir mikilvægt að nemendur og kennarar grunnskólans hafi aðgang að góðum tækjum eins og iPad spjaldtölvum í kennslunni, enda er völ á ótal góðum kennsluforritum eða „öppum“ til að hala niður og nota í tölvunum.

 

 

 

„Við í Eðalfiski tókum ákvörðun fyrir áramót að gera eitthvað fyrir samfélagið í tilefni tíu ára afmælisins. Þar sem grunnskólinn hefur mátt þola niðurskurð til tækjakaupa á undanförnum árum fannst okkur því einboðið að gefa skólanum spjaldtölvur til að nota til kennslu. Við teljum að gjöfin nýtist samfélaginu einna best svona,“ sagði Kristján Rafn í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is