27. mars. 2014 11:01
Keppt verður í Vesturlandsriðli Skólahreysti í dag klukkan 13 í Smáranum í Kópavogi. Þar takast 16 skólar af vestan- og norðvestan verðu landinu þátt. Keppt er í hraðabraut, hreystigreip, dýfum, armbeygjum og upphífingum. Úrslit fara síðan fram í Laugardalshöll 16. maí.
Á meðfylgjandi mynd eru ungmennin sem keppa í Skólahreysti fyrir hönd Grunnskóla Grundarfjarðar. Þau fengu veglega gjöf frá Landsbankanum á dögunum. Þá færðu þær Sólrún B. Guðbjartsdóttir og Elínborg Þorsteinsdóttir, starfsmenn Landsbankans í Snæfellsbæ, öllum keppendum flotta íþróttatösku til að nota. Þær mættu í Líkamsræktina og færðu krökkunum gjafirnar en Landsbankinn er einn af styrktaraðilum Skólahreysti. Líkamsræktin hefur svo séð um að þjálfa krakkana fyrir keppnina en Halldóra Dögg Hjörleifsdóttir þjálfari hefur verið með þá þrisvar í viku í stífum æfingum.