Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. mars. 2014 09:57

Rýmkarðar reglur um ljósleiðaratengingar í Hvalfjarðarsveit

Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar í fyrradag var samþykkt að breyta fyrri ákvörðun sveitarstjórnar frá 23. apríl 2013 varðandi fyrirkomulag ljósleiðaratenginga. Eins og komið hefur fram er lagning ljósleiðara um sveitarfélagið vel á veg komin og gert ráð fyrir að verkinu ljúki í júní. Nú hefur sveitarstjórn ákveðið að rýmka reglurnar og breytt skilyrðum vegna tenginga í íbúðarhús. Helsta breytingin nú er sú að allir íbúðarhúsaeigendur sem óska eftir tengingu ljósleiðara í íbúðarhús sín, eða íbúðarhús í byggingu, geta fengið tengingu að húsvegg. Nú er miðað við að byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsnæði hafi verið gefið út fyrir áætluð verklok lagningar ljósleiðarans í júní næstkomandi. Séu þau skilyrði uppfyllt greiðir sveitarsjóður að fullu tengingar ljósleiðara að húsvegg. Í fyrri reglum var miðað við að lögheimili hafi þurft að vera til staðar í viðkomandi íbúðarhúsnæði í apríl 2013. Um það atriði kom fram óánægja sem varð til þess að sveitarstjórn hefur nú breytt reglunum.

 

 

Í nýju reglunum verður íbúðarhúsaeigendum sem óska eftir ljósleiðaratengingu eftir verklok veittur allt að 200 þúsund króna styrkur vegna kostnaðar við lögn og inntöku ljósleiðara í nýtt íbúðarhús. Sama á við um íbúðarhús þar sem ekki hefur áður verið til staðar tenging. Sumarhúsaeigendur og lögaðilar sem óska eftir ljósleiðaratengingu greiða kostnað við jarðvinnu og tengingu sumarhúss eða starfsstöðvar. Heimtaugin skal lögð skv. fyrirmælum sveitarfélagsins frá sumarhúsi að tengipunkti við stofnæð. Heimtaugin verður frágengin að fullu inn fyrir húsvegg á kostnað umsækjanda. Í öllum tilfellum skal húseigandi samþykkja mánaðargjald vegna tengingar ljósleiðara í tvö ár.

Framkvæmdir við lagningu ljósleiðarans ganga vel og eru á áætlun, að því er fram kemur í frétt á vef Hvalfjarðarsveitar. Búið er að leggja frá Melahverfi út Hvalfjarðarströnd, inn í Botn og frá Melahverfi bæði sunnan og norðan Akrafjalls. Næstu áfangar eru Melasveit, Melahverfi og Svínadalur. Áætluð verklok eru svo í júní eins og fyrr segir. Þjónustuveitur eru að vinna við að koma tengingum í tengimiðjur kerfisins og er áætlað að fyrstu notendur geti tengst ljósleiðarakerfinu innan tíðar. Íbúar bíða með eftirvæntingu eftir ljósleiðaratengingu en með henni fá þeir margfalt öflugri og betri fjarskiptatengingar en völ er á í dag.

 

Sjá má reglurnar í heild sinni á vef Hvalfjarðarsveitar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is