Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. apríl. 2014 10:01

Mun færri framboð en búist var við - sjálfkjörið á Akranesi - víða persónukjör

Á miðnætti síðastliðnu rann út frestur til að skila inn framboðslistum til kjörstjórna vegna sveitastjórnar-kosninganna 31. maí næstkomandi. Á Vesturlandi eru ellefu sveitarfélög og er nú útlit fyrir að listakosningar verði einungis í þremur þeirra en í átta verði kosið persónukjöri. Nú er beðið fregna af því hvort framboðslistum hafi verið skilað inn í Grundarfirði, Snæfellsbæ, Dalabyggð og Hvalfjarðarsveit, en allt bendir til að það hafi ekki verið gert. Sitjandi sveitarstjórnarfulltrúar mæltu með persónukjöri í Dalabyggð og Hvalfjarðarsveit, en búist var við að listaframboð yrðu nú sem fyrr í Grundarfirði og Snæfellsbæ, en svo virðist sem þeim hafi ekki verið skilað inn fyrir lokafrest. Því verður að öllum líkindum kosið persónukjöri í eftirtöldum sveitarfélögum á Vesturlandi: Snæfellsbæ, Grundarfirði, Helgafellssveit, Eyja- og Miklaholtshreppi, Reykhólahreppi, Dalabyggð, Skorradalshreppi og Hvalfjarðarsveit.

Kosningareglur eru þannig að ef einungis einn framboðslisti skilar sér fyrir lokafrest veitir kjörstjórn fjögurra klukkustunda frest til að aðrir geti skilað inn listum. Ef þeir skila sér ekki er framboðslisti sjálfkjörinn. Sá frestur rennur út kl. 12 á hádegi í dag.

 

Sjálfkjörið á Akranesi

Samkvæmt upplýsingum Skessuhorns skiluðu sér mun færri framboð en búist var við í sveitarfélögum þar sem listakosningar verða. Listi Sjálfstæðisflokks á Akranesi verður sjálfkjörinn þar sem önnur framboð skiluðu ekki lista fyrir lokafrest. Í Borgarbyggð bjóða fjórir listar fram: Framsóknarflokkur, Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og Vinstri hreyfingin grænt framboð. Í Stykkishólmi verður kosið á milli tveggja lista: L lista með Lárus Ástmar Hannesson bæjarstjóra í fyrsta sæti og H lista með Sturlu Böðvarsson fv. bæjarstjóra og alþingismann í fjórða sæti, baráttusætinu og jafnframt bæjarstjórasæti.

 

Kosningalögin standa

Skessuhorn ræddi við sýslumennina á Akranesi og Snæfellsnesi vegna þessara óvæntu tíðinda og stöðu sem upp er komin. Sögðu þeir að í kosningalögum væri ekki hægt að framlengja frest bærist ekkert framboð fyrir tilskilinn frest. Þá yrði að kjósa persónukjöri. Það verði því m.a. gert í Snæfellsbæ og Grundarfirði. Eins og fyrr segir verður listi Sjálfstæðisflokksins á Akranesi sjálfkjörinn, berist ekki inn fleiri listar fyrir hádegi í dag.  

 

Apótekarinn sjálfkjörinn nýr oddviti

Ólafur Adolfsson lyfsali er efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins á Akranesi. Hann sagðist í morgun vera himinlifandi með þessa niðurstöðu, en hún hafi vissulega komið sér á óvart. Ef fram fer sem horfir verður listinn sjálfkjörinn og Ólafur næsti oddviti bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar. "Þetta var vissulega óvænt. Aldrei hvarflaði að mér að mér að hin framboðin vissu ekki hvenær lokaskilafrestur til kjörstjórnar rynni út. Þetta var engu að síður auglýst í Póstinum fyrir mörgum vikum. Við tökum þessu bara fagnandi sjálfstæðismenn á Skaganum og hlökkum til að takast á við málin á næsta kjörtímabili," sagði Ólafur Adolfsson í samtali við Skessuhorn.

 

Ekki náðist í bæjarstjórana í Snæfellsbæ eða Grundarfirði vegna þessarar óvæntu stöðu sem upp er komin þar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is