Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. mars. 2014 10:18

Hannibal Hauksson ráðinn ferðamálafulltrúi Akraneskaupstaðar

Hannibal Hauksson hefur verið ráðinn ferðamálafulltrúi Akraneskaupstaðar. Frá þessu var rétt í þessu greint á vef kaupstaðarins. Umsækjendur um stöðu ferðamálafulltrúa voru 22 talsins. Horfið var frá ráðningu markaðs- og ferðamálafulltrúa í vetur og ákveðið að auglýsa stöðu með annað og afmarkaðra hlutverk á sviði ferðamála. Verkefni ferðamálafulltrúi Akraneskaupstðar munu meðal annars felast í að kynna Akranes fyrir innlendum og erlendum ferðamönnum, aðstoða við að búa til ferðapakka í samstarfi við ferðaþjónustuaðila á Akranesi og víðar á Vesturlandi  og hafa yfirumsjón með upplýsingamiðstöð og tjaldsvæði.

 

 

 

„Hannibal er með stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og BS gráðu í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur starfað við ferðaþjónustu síðastliðin ár, þar af síðustu fimm ár sem sölustjóri og staðgengill framkvæmdastjóra ÍT ferða. Í starfi sínu sem sölustjóri hefur Hannibal komið að flestu sem viðkemur skipulagningu, framleiðslu, markaðssetningu, sölu og utanumhaldi ÍT ferða en félagið sérhæfir sig meðal annars í hópferðum.“ Hannibal sem er 35 ára að aldri er búsettur á Akranesi og borinn og barnfæddur Skagamaður. Hann hefur verið formaður körfuknattleiksfélags Akraness undanfarin þrjú ár. Hann er í sambúð með Eygló Hlín Stefánsdóttur og eiga þau þrjá syni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is