Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. mars. 2014 01:01

Karlalið Snæfells úr leik - Nonni Mæju spilaði sinn síðasta leik

Snæfell þurfti í þriðja skiptið í röð að lúta í lægra haldi fyrir firnasterku liði KR í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum Dominos deildar karla í körfubolta í gærkvöldi. Lokatölur urðu 101:84 fyrir þá röndóttu sem þar með sigruðu í einvíginu 3-0. Hólmarar eru því úr leik og komnir í sumarfrí. KR-ingar byrjuðu betur í leiknum og leiddu að loknum fyrsta leikhluta 28:18. Snæfellingar léku betur í öðrum leikhluta og náðu að komast yfir eftir fáeinar mínútur 40:39 og munaði um góðar körfur frá Finni Magnússyni á þessum kafla. Heimamenn snéru þó blaðinu við og þegar flautað var til hálfleiks voru þeir aftur komnir yfir, nú 53:46. Vesturbæingar héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik, bættu í forskotið og voru komnir tíu stigum yfir þegar þriðja leikhluta lauk, 79:69. Lokaleikhlutinn var síðan formsatriði fyrir KR-inga sem unnu að endingu sautján stiga sigur, 101:84.

 

 

Sigurður Þorvaldsson var stigahæstur í liði Hólmara með 22 stig en hann tók einnig 13 fráköst. Travis Cohn III kom næstur með 20 stig og þá skoraði Jón Ólafur Jónsson 16 stig. Einnig skoruðu Finnur A. Magnússon 13 stig, Stefán Karel Torfason 5, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5 og Sveinn A. Davíðsson 3.

 

Leikurinn í gær var sá síðasti hjá Jóni Ólafi Jónssyni, eða Nonna Mæju eins og hann er jafnan kallaður, en hann hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir farsælan feril, 32 ára að aldri.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is