Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. mars. 2014 10:01

Frábær vörn gaf tóninn þegar Snæfellskonur unnu Hauka

Snæfell er komið 1:0 yfir í úrslitaeinvíginu gegn Haukum í Dominosdeild kvenna í körfuboltanum. Það var einkum frábær vörn sem skóp sigurinn þegar Haukakonur komu í heimsókn í Hólminn á laugardaginn, en Snæfell lék bæði án Chynnu Brown og Hugrúnar Evu Valdimarsdóttur sem eru meiddar. Lokatölur urðu 59:50. Næsti leikur í einvíginu verður á dagskrá í Hafnarfirði annað kvöld, þriðjudag, en þrjá sigra þarf til að landa Íslandsmeistaratitlinum.

 

 

 

Mikil barátta var í leiknum og voru það Snæfellskonur sem byrjuðu betur. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 17:12 fyrir heimastúlkur, en gestirnir tóku við sér í öðrum leikhluta þannig að einungis munaði þremur stigum á liðunum í hálfleik. Þá var staðan 28:25 fyrir Snæfell. Haukar byrjuðu betur í seinni hálfleiknum þegar Lele Hardy tókst að sleppa úr gæslu Guðrúnar Gróu sem annars gætti henni það vel í leiknum að sú bandaríska skoraði ekkert í fyrsta leikhluta. Lele skoraði níu fyrstu stig Hauka í seinni hálfleiknum þegar þær komust yfir 33:34. Ekki mikið var skorað en heilmikið barist í þriðja fjórðungi og Helga Hjördís sá til að Snæfell leiddi 41:36 fyrir lokahlutann. Snæfellskonunum tókst með mikilli baráttu að slíta sig frá gestunum í lokafjórðungnum. Hildur Sigurðardóttir smellti tveimur þristum í röð og kom Snæfelli í mikilvæga forystu 47:38. Með mikilli baráttu tókst heimastúlkum að verja þennan mun þannig að sigurinn var aldrei í hættu og lokatölur eins og áður sagði 59:50.

Hjá Snæfelli voru nöfnurnar atkvæðamestar: Hildur Björg Kjartansdóttir með 15 stig og 6 fráköst og Hildur Sigurðardóttir með 14 stig, 6 fráköst of 8 stoðsendingar. Helga Hjördís Björgvinsdóttir skoraði 11 stig og tók 9 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 8 stig, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 7 stig og 13 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 3 stig og 5 fráköst og Eva Margrét Kristjánsdóttir 1 stig. Hjá Haukum fór mest fyrir Lele Hardy með 18 stig, 11 fráköst og 6 stolna bolta.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is