31. mars. 2014 11:54
Reykholtskórinn í Borgarfirði er nú að ljúka sínu formlega vetrarstarfi. Vortónleikar kórsins verða í Reykholtskirkju laugardaginn 5. apríl nk. og hefjast klukkan 14:00. Á efnisskránni eru þjóðlög og lög eftir borgfirska lagahöfunda okkur samtíða. Þar má nefna: Benedikt Egilsson, Björn Jakobsson, Guðbjart A Björgvinsson, Ingibjörgu Bergþórsdóttur, Pál Guðmundsson og fleiri. Stjórnandi kórsins er Viðar Guðmundsson. Meðleikur á orgel og píanó er Sveinn Arnar Sæmundsson og meðleikur á rabarbaraflautu Páll Guðmundsson. Allir velkomnir. Enginn aðgangseyrir. Þeim sem vilja styrkja okkar starf er bent á söfnunarbauk sem verður á staðnum.
-fréttatilkynning