Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. apríl. 2014 08:01

KB afhendir Fornbílafjélagi Borgarfjarðar Thomsensbílinn í dag

Fornbílafjélag Borgarfjarðar fær stóra og rausnarlega gjöf afhenta í dag þegar Kaupfélag Borgfirðinga færir Samgöngusafninu í Brákarey Thomsensbílinn svokallaða til eignar. Bíllinn er fyrsta bílinn sem fluttur var til Íslands. Tilefni þessarar rausnarlegu gjafar er 110 ára afmæli Kaupfélags Borgfirðinga, en félagið var stofnað árið 1904, sama ár og Thomensbílinn kom hingað til lands. Bíllinn er þýskur af gerðinni Cudell en það var Ditlev Thomsen kaupmaður í Reykjavík sem flutti inn bílinn á sínum tíma með 2.000 króna tilstyrk frá Alþingi. Bíllinn var strax nefndur Thomsensbílinn. Hann var þó einungis í notkun hér á landi í fáein ár og var að endingu fluttur út til Danmerkur fjórum árum síðar, enda vegleysur á Íslandi sem hentuðu ekki bíl sem þessum. Í Danmörku dagaði þetta eintak Cudell bílsins að endingu uppi hjá bílasafnara í bænum Strellev á Jótlandi. Að sögn Guðsteins Einarssonar kaupfélagsstjóra KB ákvað stjórn félagsins fyrir skemmstu að gefa Fornbílafjélaginu í Brákarey Thomsensbílinn eftir að KB hafði með óvæntum hætti eignast bílinn. Aðdragandinn var skammur, eins og Guðsteinn greinir frá.

„Ég átti fund með forkólfum í Brugsen, dönsku samvinnuhreyfingunni, í lok síðasta árs. Fundurinn fór fram í bænum Ölgod á Jótlandi. Að fundi loknum var mér boðið í skoðunarferð um svæðið, m.a. í HTH verksmiðjurnar í Ölgod og loks í lítið bílasafn í einkaeigu í Strellev, smáþorpi þar skammt frá. Eftir að hafa skoðað safnið var ég dreginn inn í geymslu, og viti menn, þar sá ég Thomsensbílinn í einu horninu og áfast lítið merki sem sagði sögu bílsins. Ég útskýrði fyrir Dönunum uppruna bílsins og urðu þeir talsvert undrandi. Síðar ræddu þeir sín á milli og töluðu jafnframt við safnstjórann og eiganda bílsins, Mogens Johansen. Sá hafði á orði að bíllinn hefði verið hálfgert olnbogabarn í safninu um langa hríð og legði hann ekki í uppgerð hans. Mogens stakk því sjálfur upp á að sennilega væri best fyrir bílinn að hann kæmist í hendur Íslendinga og færi aftur „hjem til Island“ eins og hann orðaði það. Eflaust færi betur um hann þar en í einhverju rykkföllnu horni á Jótlandi. Ég fékk síðan umboð til að kaupa bilinn og finna honum annað heimili hér á landi. Eftir umræður í stjórn KB var einróma ákveðið að gefa Fornbílafjélaginu bílinn til varðveislu,“ sagði Guðsteinn í samtali við Skessuhorn.

 

Ólafur Helgason formaður Fornbílafjélags Borgarfjarðar var að vonum ánægður þegar Skessuhorn náði tali af honum í gærkveldi. „Það er frábært að vita til þess að fyrsti bíll Íslendinga sé loksins kominn til landsins og enn ánægjulegra að hann sé kominn til okkar í Borgarnes. Þetta eru frábær tíðindi og mun vafalaust þýða stóraukna aðsókn í safnið," sagði Ólafur Helgason.

 

Thomsensbíllinn verður fluttur frá Sundahöfn í Reykjavík í dag og afhentur Fornbílafjelaginu formlega í dag kl. 11 við Samgöngusafnið í Brákarey. Þar býðst gestum að skoða bílinn frá kl. 11-12 í fylgd Sigurðar Þorsteinssonar safnvarðar. Eftir það verður Thomsenbílnum komið í geymslu og undirbúin endurgerð hans.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is